Breytt styrkhlutfall fræðslusjóðanna

Fræðslusjóðir Landsmennt

Vegna áhrifa frá Covid 19 settu fræðslusjóðirnir af stað átak í fræðslu sem hófst 15. mars 2020. Hluti átaksins fólst í því að endurgreiðsluhlutfall styrkja hækkaði tímabundið úr 75% í 90% hjá bæði fyrirtækjum og til einstaklinga. Nú er átakinu lokið og stjórnir sjóðanna hafa ákveðið að endurgreiðsluhlutfallið fari í 80% hjá fyrirtækjum (fyrirtæki utan SA 72%)  og 80% til …

Umsóknir fyrir áramót; fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir

Fræðslusjóðir Landsmennt

Nú er tækifærið að fara yfir fræðslumál ársins. Umsóknir þurfa helst að berast sjóðunum 2 virkum dögum fyrir fund. Athugið að kvittanir vegna fræðslu mega vera allt að 12 mánaða gamlar. Fyrir upplýsingar og frekari aðstoð varðandi umsóknir hafið samband við skrifstofu sjóðanna í síma 599-1450 og við aðstoðum þig með ánægju. Afgreiðslufundir stjórna eru eftirfarandi: Ríkismennt – 6. desember …

Afmælisfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA)

Fræðslusjóðir Landsmennt

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) fagnar 20 ára afmæli í ár og til að fagna tímamótunum var boðið til afmælisfundar í samstarfi við Norræna tengslanetið um nám fullorðinna, NVL. Fundurinn var haldin á Grand Hótel Reykjavík og var einnig ársfundur FA með yfirskriftinni „Fagbréf atvinnulífsins“ . Afmælisfundurinn var vel sóttur, flutt voru fróðleg erindi sem tengdust sögu FA í 20 ár en …

Brákarhlíð hjúkrunar- og dvalarheimili fær Fræðslustjóra að láni

Fræðslusjóðir Landsmennt

Í október var undirritaður samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Brákarhlíð hjúkrunar- og dvalarheimili í Borgarnesi. Sveitamennt fjármagnar verkefnið ásamt Sjúkraliðafélagi Íslands og Símenntunarmiðstöð Vesturlands sér um fræðslugreininguna. Hjá Brákarhlíð starfa 81 starfsmaður og unnið hefur verið eftir Eden Alternative hugmyndafræðinni síðan árið 2010. Heimilið fékk alþjóðlega viðurkenningu sem fullgilt Eden heimili 2020. „Eden hugmyndafræðin byggir fyrst og fremst á virðingu fyrir einstaklingnum, …

Mannauðsdagurinn 2022

Fræðslusjóðir Landsmennt

Mannauðsdagurinn 2022 verður haldinn í Hörpu föstudaginn 7. október. Mannauðsdagurinn verður haldin haldinn í 10 skiptið í ár og á 10 ára afmæli.  Mannauðsdagurinn var fyrst haldinn árið 2011 og hefur vaxið hratt og er nú einn stærsti viðburður stjórnunar og mannauðsmála hér á landi. Sjá nánar um viðburðinn á: www.mannaudsfolk.is/mannaudsdagurinn Auk mannauðsráðstefnunnar verður fjöldinn allur af  kynningarbásum fyrirtækja/ráðgjafa og …

Styrkhlutfallið 90% framlengt til 31. desember 2022

Fræðslusjóðir Landsmennt

Stjórnir sjóðanna Landsmenntar, Sveitamenntar, Ríkismenntar og Sjómenntar hafa samþykkt að framlengja 90% endurgreiðslu vegna styrkveitinga til 31. desember 2022 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru/byrja innan þessa sama tímaramma. Breytingar á úthlutunarreglum voru eftirfarandi: Endurgreiðslur til fyrirtækja vegna kostnaðar við námskeiðahald, voru hækkaðar úr allt að 75% í allt að 90% af styrkhæfum heildarkostnaði. Sveitamennt og Ríkismennt veita 100% …

Umsóknir fyrirtækja í ágúst

Fræðslusjóðir Landsmennt

Frá því í júní hafa verið afgreiddar um 50 umsóknir fyrir rúmar 9 milljónir og þar á bak við eru 585 félagsmenn í 26 fyrirtækjum sem meðal annars eru í  ferðaþjónustu, stóriðju, matvælaiðnaði, öðrum iðnaði og fiskvinnslu. Námskeið eru fjölbreytt fyrir þennan stóra hóp, bæði fasta starfsmenn og sumarafleysingafólk. Við fögnum því að atvinnulífið er að taka við sér eftir …

Sumarlokun skrifstofu sjóðanna f.o.m. 1. júlí t.o.m. 8. ágúst

Fræðslusjóðir Landsmennt

Vegna sumarleyfa starfsfólks þá verður skrifstofan lokuð f.o.m. 1. júlí t.o.m. 8. ágúst Fyrirtækjaumsóknir fyrir Landsmennt og Sjómennt er hægt að setja inn á  https://attin.is/ og þær verða teknar fyrir á fundi í ágúst. Einstaklingsumsóknum er skilað inn til stéttarfélaganna eins og vanalega. Ef hringt er í númer skrifstofunnar, er svarað á skiptiborði og hægt að skilja eftir skilaboð sem  brugðist …

Staða styrkja í júní 2022

Fræðslusjóðir Landsmennt

Það er ánægjuefni að styrkveitingar fræðslusjóðanna hafa aukist jafnt og þétt það sem af er árinu. Umsóknir hjá Landsmennt og Sjómennt eru nánast á pari við fjöldann í fyrra en smá fækkun hefur verið hjá Sveitamennt og Ríkismennt en fjöldi umsókna eru samt á uppleið. Nokkur fyrirtæki hafa fengið styrk vegna uppsetningar á rafrænu námsumhverfi/netskóla fyrir sína starfsmenn skv. nýrri …

Alþjóðleg ráðstefna um raunfærnimat (4th VPL Biennale)

Fræðslusjóðir Landsmennt

Dagana 19.-20. maí sl. var haldin Alþjóðleg ráðstefna um raunfærnimat (4th VPL Biennale) á Grand Hótel Reykjavík. Þetta er í fjórða skiptið sem ráðstefnan er haldin og var að þessu sinni í umsjón Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) í samstarfi við Norræna tengslanetið um nám fullorðinna (NVL) og European centre for the development of vocational training (CEDEFOP). Ráðstefnan VPL Biennale er fyrir stefnumótendur, rannsakendur, sérfræðinga og hagsmunaaðila …