Sjómennt Hér má nálgast Áttina, umsóknarvefgátt fræðslusjóða

Fyrirtækjastyrkir

Sjómennt skapar tækifæri!

Fyrirtæki, stéttarfélög og eða fræðsluaðilar sækja um styrki til stjórnar Sjómenntar með því að senda umsókn þar sem fram koma helstu upplýsingar vegna viðkomandi fræðsluverkefnis. Tekið er á móti umsóknum um styrk í gegnum umsóknarvefgáttina www.attin.is sem er einnig aðgengileg hér á heimasíðu Sjómenntar.

Umsóknin er tekin til afgreiðslu hjá stjórn Sjómenntar og vinnur hún skv. eftirfarandi viðmiðunarreglum við úthlutanir styrkja:

Ath. nýjar reglur taka gildi 1. jan.2024 og gilda gagnvart námi/námskeiðum sem byrja eftir þann tíma.

 • Almennur styrkur vegna námskeiða er 90(Gildistími frá 1. jan. 2024 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem hefst eftir þann tíma) en getur þó aldrei orðið meiri en sem svarar kr. 40.000.- á kennda klst. Tómstundarnámskeið eru styrkt um 50% af kostnaði.
 • Athugið að greitt er að hámarki kr. 300.000.- í styrk vegna náms/námskeiða pr. starfsmann. 
 • Tölvu-og tungumálanámskeið hjá fyrirtækjum eru styrkt skv. almennum reglum enda teljast slík námskeið ávallt starfstengd. 
 • Vinnuvélanámskeið styrkt beint til fyrirtækja sem starfstengd námskeið skv. almennum reglum.
 • Þarfagreiningar á fræðslu innan fyrirtækja eru styrktar um 90% en í hlutfalli við þann starfsmannafjölda viðkomandi fyrirtækis sem tilheyra stéttarfél. innan SGS.
 • Þá er boðið upp á verkefnið Fræðslustjóra að láni en þar er um að ræða samning sem gerður er um tiltekinn tímafjölda vinnu utanaðkomandi fræðslu-og mannauðsráðgjafa sem fer yfir skipulag þjálfunar og fræðslu fyrirtækisins. Niðurstaðan er fræðsluáætlun sem er sérsniðin að þörfum viðkomandi fyrirtækis.
 • Íslenskunám fyrir erlenda starfsmenn eru styrkt til fyrirtækja skv. almennum reglum af þeim kostnaði sem eftir stendur eftir fjármögnun menntamálaráðuneytis á þeim námskeiðum. Lagt er til að námskeiðin verði þá einstaklingunum sjálfum að kostnaðarlausu. Einnig eru fyrirtæki hvött til þess að bjóða upp á íslenskunámskeiðin á vinnutíma þegar þess er kostur. Námskeið erlendis: Fyrirtæki sem óskar eftir að senda starfsmenn á námskeið erlendis, getur sótt um 90%(81% ef utan SA) af viðurkenndum kostnaði. Styrkur getur þó ekki orðið hærri en kr. 300.000.- vegna hvers starfsmanns og þar af getur ferðakostnaður ekki orðið meiri en sem nemur kr. 100.000.- af heildarupphæð styrks. Ef sambærilegt námskeið er í boði innanlands er ferðakostnaður undanskilinn heildarkostnaði og því ekki styrktur. 
 • Náms- og kynnisferðir: Sjómennt veitir ekki styrk til fyrirtækja vegna náms- og kynnisferða til útlanda.
 • Afstaða stjórnar til styrkveitinga í þróunarverkefni, stærri fræðsluverkefni og námsefnisgerð er metin hverju sinni út frá eðli verkefnanna.
 • Veittir eru þróunar-og nýsköpunarstyrkir í rafrænt námsumhverfi fyrirtækja, uppsetningu og þróun. Stjórn sjóðsins metur slíkar umsóknir hverju sinni. Áskrift að rafrænu námsumhverfi/námskerfi er styrkt um 90% af reikningi í hlutfalli við fjölda starfsmanna sem aðild eiga að sjóðnum. Aldrei greitt meira er sem nemur kr. 6.000 pr. starfsmann á ári. Gert er ráð fyrir áskrift í a.m.k. 6-12 mánuði, sjá hér
 • Styrkt er áskrift að stafrænu námsumhverfi, sjá hér

Ítrekað er að launakostnaður fyrirtækja er aldrei hluti af þeim kostnaði námskeiða sem Sjómennt styrkir, þá er heldur ekki tekinn með kostnaður vegna veitinga á námskeiðum.

Styrkloforð stjórnar hverju sinni eru ávallt gerð upp og styrkur greiddur eftir að verkefnið hefur farið fram – eða námskeið hefur verið haldið. Slíku uppgjöri þarf að fylgja þátttakendalisti þar sem fram kemur félagsaðild starfsmanna og kvittanir fyrir staðfestum kostnaði. Tekið er á móti allt að 12 mánaða gömlum kvittunum/reikningum. Fyrirtæki geta fengið allt að 4 mkr. á ári í styrk.

Síðast uppfært í janúar 2024.