Breytingar á reglum/skilyrðum

Fræðslusjóðir Landsmennt

Stjórnir fræðslusjóðanna Landsmenntar, Sveitamenntar Ríkismenntar og Sjómenntar hafa samþykkt breytingar á eftirfarandi skilyrðum vegna náms eða námskeiðs erlendis.

Sjá má regluna í heild sinni hér að neðan með breytingunum sem eru feitletraðar:

Vegna umsóknar um styrk fyrir nám eða námskeið erlendis þarf að leggja fram frumrit reiknings á upprunalegu tungumáli og á ensku (ef frumrit reiknings er gefið út á ensku þá nægir það). Þá verður að vera sundurliðuð kostnaðarskipting, þ.e. ekki er greitt fyrir ferðir, gistingu og uppihald. Einnig þarf að fylgja með bankakvittun úr íslenskum banka sem staðfestir greiðslu í íslenskum krónum.  Brýnt er að allur texti sé skýr og skilmerkilegur. Sé þýðing ekki fyrir hendi fæst ekki greiddur styrkur. Þetta á einnig við um nám/námskeið hjá erlendum vefsíðum.

Deildu þessari frétt