Landsmennt, fyrirtækjaumsóknir

Fræðslusjóðir Landsmennt

Það hefur verið Þvílíkur kraftur í umsóknum til Landsmenntar frá áramótum! afgreiddar hafa verið um 128 umsóknir fyrir rúmar 29 milljónir og þar á bak við eru 2232 félagsmenn í 60 fyrirtækjum og félögum. Það eru rúmlega tvöfalt fleiri umsóknir núna miðað við á sama tíma í fyrra. Fyrirtækin eru á meðal annars í  ferðaþjónustu, stóriðju, matvælaiðnaði, öðrum iðnaði og fiskvinnslu. Námskeiðin og verkefnin eru fjölbreytt eins og sjá má hér að neðan.

Reglur um fyrirtækjastyrki má sjá hér á heimasíðunni.

Fyrirtæki geta fengið að hámarki kr. 3 mkr. á ári í styrk og tekið er á móti allt að 12 mánaða gömlum kvittunum/reikningum.

Meðal námskeiða voru eftirfarandi:

        ADR grunn-og tanka námskeið         Námskeið f. vélsleðaleiðsögumenn
        Aukin ökuréttindi         Námskeið um einelti, ofbeldi og mismunun
        Brunavarnanámskeið         Námskeið í leiðtogaþróun
        Brúkrananámskeið         Námskeið í ferðaþjónustu
        Dale Carnegie námskeið         Námskeið um sjúkdóma í laxeldi
        Dýrverndarnámsk. f. stm. í slátrun         Námskeið v.skermaðra röntgentækja
        EBS gæðastaðlar,námskeið         Neyðar-og öryggisnámskeið
        Eigin fræðsla fyrirtækja         Notkun tækja, öryggis-og gæðamál
        Eloomi fræðslukerfi, ársáskrift         Næring og heilsa fiska
        Endurmenntun bílstjóra         Rafrænt fræðslusafn Akademias
        Franklin Covey fræðsluvefur, áskrift         Rafrænt námsumhverfi; uppsetning/námsk.
        Fræðsla í sjálfbærni fyrirtækja         Reikningshald og endurskoðun
        Fræðsla um áhrif kísilryks         Sjálfstyrkingarnámskeið
        Fræðslustjóri að láni         Skyndihjálparnámskeið
        Fræðslustjórnun og þjálfun stm.         Slátrun og skilyrði fyrir aflífun dýra
        Grunnnámsk. fiskvinnslufólks         Smáskipanámskeið-vélstjórn
        HACCP námskeið         Stjórnendanámskeið
        Iðntölvustýringar, námskeið         Stjórnun og leiðtogafærni
        Innri úttektir, námskeið         Sölunámskeið
        Íslenskunámskeið         Tómstundarnámskeið
        Kvennaráðstefna 2022         Trúnaðarmannanámskeið
        Leiðsögunám         Tölvunámskeið
        Leiðtogahæfni, námskeið         Union busting námskeið
        Leiðtogaþjálfun KVAN         Velferð eldisfiska
        Matvælasvindl og skemmdarverk         Vinnuvélanámskeið
        Matvælaöryggismenning         Þjónustunámskeið
        Microsoft Planner og Teams         Þrautsegjunámskeið
        Námsk. f. öryggistrún.m./verði         Öryggisfræðsla smábáta

Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Aðildarfélögin eru 16 og er þar um að ræða stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands.

Upplýsingar um styrki er að finna hérna á heimasíðu sjóðsins; www.landsmennt.is  eða á skrifstofu í síma 599 1450.

Deildu þessari frétt