Breyttar reglur vegna náms-og kynnisferða

Fræðslusjóðir Landsmennt

Stjórn Sveitamennt hefur samþykkt hækka hámark styrkja til sveitarfélaga og stofnanna þeirra vegna náms-og kynnisferða úr 130.000,- í 170.000.- pr. starfsmann sem jafnframt eru félagsmenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands á landsbyggðinni.  Jafnframt verður árum á milli slíkra verkefna fjölgað úr þremur í fjögur, þ.e. styrkir til náms-og kynnisferða verða veittir á fjögurra ára fresti. Þessi hækkun er afturvirk til 1. janúar 2023. 

Athugið að náms-og kynnisferðir eru ekki styrktar með einstaklingsstyrkjum heldur eingöngu með styrkjum úr Sveitarfélaga- og stofnanadeild gagnvart útlögðum kostnaði sveitarfélaga og stofnanna þeirra. Umsækjendur um styrk eru því alltaf sveitarfélögin sjálf eða stofnanir þeirra.

Stjórn sjóðsins vill með þessu koma til móts við hækkandi verðlag og aðstoða eins og hægt er sveitarfélögin og stofnanir þeirra við að bjóða upp á þessa tegund fræðsluverkefna sem náms-og kynnisferðir eru.

Jafnframt vill stjórn sjóðsins beina því til sveitarfélaga og stofnanna þeirra að gæta hófs og skipuleggja slík verkefni með eins hagkvæmum hætti og hægt er. Þá er því einnig beint til sömu aðila að taka þátt í því að kosta þessi verkefni og ekki varpa því sem upp á vantar í fjármögnun alfarið á almenna starfsmenn sína (félagsmenn aðildarfélaga SGS og Sveitamenntar).

Við viljum benda á að alla aðra fræðslu á vinnustað, almenna og starfstengda, er Sveitamennt að styrkja 100% af kostnaði og að fræðsluverkefni eins og náms-og kynnisferðir eru einu verkefnin þar sem sett er hámark á styrkveitingu.

Nánari upplýsingar til má sjá á heimasíðu Sveitamenntar undir flipanum „styrkir sveitarfélaga og stofnana“ https://landsmennt.is/sveitamennt/styrkir-til-sveitarfelaga-og-stofnana/ Einnig er hægt að hafa beint samband við skrifstofu sjóðsins s. 599 1450 eða senda tölvupóst með fyrirspurnum á sveitamennt@sveitamennt.is

Deildu þessari frétt