Ný regla um stafræna fræðslupakka

Fræðslusjóðir Landsmennt

Tekið hefur gildi regla um styrki vegna stafrænna fræðslupakka, það er pakka sem innihalda söfn almennra og starfstengdra námskeiða. Um er að ræða nýja reglu sem er sameiginleg hjá fræðslusjóðum innan SGS, LÍV og SSÍ.

Viðmið við afgreiðslu sjóða;

Áskrift af stafrænum/rafrænum fræðslupökkum er styrkhæf um 80-90% af reikningi. Einungis er hægt að sækja um styrk vegna slíkra fræðslupakka eftir að 6 mánuðir hafa liðið af áskrift og virkni starfsfólks sýnileg í keyptum pökkum. *

 Með umsókn þarf að fylgja greinagerð sem tekur á eftirfarandi:  

  • Fræðsluáætlun fyrirtækis
  • Hvernig viðkomandi kemur fræðslunni á framfæri til ákveðinna hópa/starfsmanna
  • Hvaða fræðsla** hefur verið keyrð frá áskrift og hvaða fræðsla er ætluð fyrir ákveðna hópa
  • Hvenær og hvernig starfsfólki er ætlað að nýta fræðsluna
  • Sýnt er fram á að 80% félaga hafi tekið þátt í fræðslu sem hluti af starfsþróun þeirra

Til viðbótar gilda skilyrði almennra umsókna ásamt fylgigögnum.

* Á ekki við þegar keyptir eru fræðslupakkar fyrir einstaka starfskrafta.
**Námskeið, spretti, ákveðna pakka eða annað sem fellur undir fræðslu.

Umsóknir eru aldrei afgreiddar nema  skýr greinagerð fylgi með.  Þegar sótt er um í annað sinn er jafnframt til þess ætlast að með fylgi samantekt og notkun vegna fyrri áskriftar.  Þá er skilyrt að 80% félagsmanna hafi tekið þátt í einhverjum þeirra námskeiða sem í boði voru og sýnt sé fram á það með gögnum.

Styrkveitingar Landsmenntar eru aldrei meiri en allt að 80% af kostnaði.

Myndin með fréttinni er fengin hér

Deildu þessari frétt