Staða styrkjaveitinga 27. júní 2023

Fræðslusjóðir Landsmennt

Styrkgreiðslum og verkefnum fræðslusjóðanna hefur fjölgað þó nokkuð nema hjá Sjómennt en þar er fækkun styrkja í samanburði við sama tíma í fyrra.  Hér að neðan má sjá nána um styrkveitingar og hvernig þær eru í samanburði við sama mánuð árið 2022.

Yfirlit yfir greidda styrki það sem af er ári í samanburði við sama tíma 2022;

Landsmennt, styrkir alls kr. 136.635.161,-

  • Greiddir styrkir til 1451 einstaklinga (fjölgun um 3,6%) að upphæð kr. 102.422.125,- (hækkun um 3,1%)
  • Styrkir til fyrirtækja, stéttarfélaga og annara verkefna að upphæð kr. 34.213.036,- (hækkun um 1.3%) og þar á bak við eru allt að 2297 einstaklingar (fjölgun um 7,5%) og fjöldi verkefna 150. (fjölgun um 1,3%)

Sveitamennt, styrkir alls kr. 87.672.809,-

  • Greiddir styrkir til 444 einstaklinga (fjölgun um 1.6%) að upphæð kr. 27.166.066,- (hækkun um 1,8%)
  • Styrkir til Sveitarfélaga, stéttarfélaga og annara verkefna að upphæð kr. 60.506.743,- (hækkun um 79,5%) og þar á bak við eru allt að 1215 einstaklingar (fjölgun um 76,6%) og fjöldi verkefna 81 (fjölgun um 31,7%)

Ríkismennt, styrkir alls kr. 12.935.668,-

  • Greiddir styrkir til 148 einstaklinga (fjölgun um 17,9%) að upphæð kr. 7.706.9,- (hækkun um 27,7%)
  • Styrkir til stofnana, fræðsluaðila og annara fræðsluverkefna að upphæð kr. 11.737.732,- (hækkun um 38,3%) og þar á bak við eru allt að 166 einstaklingar (fjölgun um 72,9%) og fjöldi verkefna 16 (fjölgun um 33,3%)

Eftir að losnaði um ferðahömlur sem voru vegna Covid-19 fóru stofnanir sveitarfélaga og ríkisins að skiptuleggja náms-og kynnisferðir á ný sem annars höfðu legið niðri í þrjú ár. Fjölgun náms-og kynnisferða er aðal ástæða fjölgunar verkefna hjá bæði Sveitamennt og Ríkismennt. Slík verkefni eru í eðli sínu mjög dýr sem skýrir svona mikla hækkun styrkja og til viðbótar tók stjórn ákvörðun um hækkun á hámarksstyrk úr 130.000,- í 170.000,- sem tók gildi 1.jan.2023.

Sjómennt, styrkir alls kr. 3.742.387,-

  • Greiddir styrkir til 37 einstaklinga (fækkun um 7,5%) að upphæð kr. 3.550.103,- (lækkun um 13,6%)
  • styrkir til fyrirtækja og annara fræðsluverkefna að upphæð 192.286,- (lækkun um 77% ) og þar á bak við eru allt að 40 einstaklingar (fækkun um 31%) fjöldi verkefna 3.  (fækkun um 25%)

Deildu þessari frétt