Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Aðildarfélögin eru 16 og er þar um að ræða stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands. Sjóðurinn er tvískiptur og veitir annars vegar fyrirtækjastyrki og hins vegar einstaklingsstyrki.