Styrkhlutfallið 90% framlengt til 30. september 2022

Fræðslusjóðir Landsmennt

Stjórnir sjóðanna Landsmenntar, Sveitamenntar, Ríkismenntar og Sjómenntar hafa samþykkt að framlengja 90% endurgreiðslu vegna styrkveitinga til 30. september 2022 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru/byrja innan þessa sama tímaramma. Breytingar á úthlutunarreglum voru eftirfarandi: Endurgreiðslur til fyrirtækja vegna kostnaðar við námskeiðahald, voru hækkaðar úr allt að 75% í allt að 90% af styrkhæfum heildarkostnaði. Sveitamennt og Ríkismennt veita 100% …

Menntadagur atvinnulífsins 2022

Fræðslusjóðir Landsmennt

Menntadagur SA var haldinn í Hörpu í dag. Menntadagurinn er árlegur viðburður en að þessu sinni var yfirskrift menntadagsins „stafræn hæfni í íslensku menntakerfi og atvinnulíf“ Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt fyrirtækjum sem skara fram út í fræðslu-og menntamálum. Samkaup er Menntafyrirtæki ársins og Gentle Giants – Hvalaskoðun á Húsavík hlaut Menntasprota ársins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands afhenti verðlaunin. Á …

Skrifstofuskólinn samofin við íslenskukennslu!

Fræðslusjóðir Landsmennt

Nýtt og spennandi námskeið fyrir pólskumælandi hjá NTV í samstarfi við MíMI. SZKOLA BIUROWA NTV I ISLANDZKI W PRACY BIUROWEJ MÍMIR- KURS ONLINE W przypadku pracy biurowej znajomosc komputera jest kluczowa. Oferujemy Panstwu szkolenie biurowo-komputerowe, które jest skierowane do osób pragnacych rozszerzyc swoje umiejetnosci zawodowe lub zmienic profil zatrudnienia. Kurs obejmuje równiez nauke jezyka islandzkiego potrzebnego do pracy w biurze. …

Orðabók og gerð setninga á pólsku, íslensku og ensku

Fræðslusjóðir Landsmennt

Pólska að neðan (polski poniżej) Frá 20. febrúar 2022 verður hægt að gerast áskrifandi að ORÐABÓKINNI í gegnum síðuna: www.islandzkierozmowki.com Síðan er fyrst og fremst ætluð pólskumælandi einstaklingum en þar verður hægt að finna ýmsar setningar og orð á pólsku, íslensku og ensku. Þessi uppsetning að orðabók er frábær leið fyrir pólskumælandi einstaklinga til að finna nauðsynlegar setningar á íslensku …

Aukin fræðsla þrátt fyrir Covid-19

Fræðslusjóðir Landsmennt

Það er óhætt að fullyrða að síðustu tvö ár hafi verið óvenjuleg og áhrif vegna Covid-19 sett sterkan svip á alla fræðslu. En ný tækifæri hafa einnig skapast og margir fræðsluaðilar breytt kennsluháttum sínum þannig að hægt er að kenna flest í fjarkennslu. Einnig hefur aukist að fyrirtæki kaupi aðgang að fræðslukerfum til að halda utan um sína fræðslu og …

Opnunartími skrifstofu yfir hátíðarnar

Fræðslusjóðir Landsmennt

Skrifstofa fræðslusjóðanna verður lokuð dagana á milli jóla og nýárs. Síðustu greiðslur styrkja verða framkvæmdar 29. desember nk. Minnum á að hægt er að senda tölvupóst á netföng sjóðanna og svarað verður eins fljótt og hægt er;  landsmennt@landsmennt.is, sveitamennt@sveitamennt.is, rikismennt@rikismennt.is, sjomennt@sjomennt.is og hjá verkefnisstjóra, Huldu Jóhannesdóttur, hulda@landsmennt.is Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með hjartans þökk fyrir …

Endurgreiðsluhlutfall styrkja allt að 90% til 1. maí 2022

Fræðslusjóðir Landsmennt

Vegna áhrifa frá Covid 19 settu fræðslusjóðirnir af stað átak í fræðslu sem hófst 15. mars 2020. Hluti átaksins fólst í því að endurgreiðsluhlutfall styrkja hækkaði tímabundið úr 75% í 90% hjá bæði fyrirtækjum og til einstaklinga með lokadagsetningu 31. desember 2021. Stjórnir sjóðanna hafa ákveðið að halda áfram með allt að 90% endurgreiðsluhlutfall til 1. maí 2022 og verður …

Átak til náms-og starfsþróununar

Fræðslusjóðir Landsmennt

Gerður hefur verið samningur á milli Ríkismenntar og símenntunarmiðstöðva um land allt um átak í framboði á náms-og starfsráðgjöf inn á stofnanir ríkisins á landsbyggðinni. Samningur þessi er tilkomin vegna bókunar í kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og Starfsgreinasambands Íslands (SGS), 1. apríl 2019. Samkvæmt bókuninni eru samningsaðilar sammála um að hrinda þurfi af stað átaki til hvatningar til …

Ný regla um styrkveitingar vegna uppsetningar á rafrænu námsumhverfi

Fræðslusjóðir Landsmennt

Stjórn Landsmenntar hefur samþykkt nýjar reglur varðandi styrkveitinga vegna uppsetningar á rafrænu námsumhverfi (Netskóla) hjá fyrirtækjum. Styrkurinn snýr að aðkeyptri vinnu/ráðgjöf við að setja upp kerfið/netskóla, kenna á kerfið, áskrift, útbúa rafrænt námsefni og umskrifa námsefni sem fyrir er á rafrænt form, umsjón og eftirfylgni ráðgjafa í upphafi. Gert er ráð fyrir að þegar vinnu ráðgjafa er lokið þá verði …

Námsframboð Starfsmenntar árið 2022

Fræðslusjóðir Landsmennt

Fræðslusetrið Starfsmennt hefur sent frá sér námsframboð til samstarfsfjóða fyrir árið 2022. Fræðslusjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða skv. samningi milliliðalaust, fyrir þátttöku þeirra almennu starfsmanna sveitarfélaga og stofnana ríkisins sem jafnframt eru félagsmenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands á landsbyggðinni. Félagsmenn geta sótt námskeið sem Fræðslusetrið Starfsmennt býður upp á vítt og breitt um landið. Hér má sjá Námsframboð Starfsmenntar árið 2022 …