Afmælisfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA)

Fræðslusjóðir Landsmennt

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) fagnar 20 ára afmæli í ár og til að fagna tímamótunum var boðið til afmælisfundar í samstarfi við Norræna tengslanetið um nám fullorðinna, NVL. Fundurinn var haldin á Grand Hótel Reykjavík og var einnig ársfundur FA með yfirskriftinni „Fagbréf atvinnulífsins“ .

Afmælisfundurinn var vel sóttur, flutt voru fróðleg erindi sem tengdust sögu FA í 20 ár en aðal áherslan var á Fagbréf atvinnulífsins sem FA hefur þróað í samstarfi við hagsmunaaðila. Fjallað var fagbréf atvinnulífsins út frá mismunandi vinklum og ávinninginn af ferlinu fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

Þeir starfsmenntasjóðir sem hafa samþykkt greiðsluþátttöku vegna Fagbréfs atvinnulífsins eru Landsmennt fræðslusjóður, Starfsmenntasjóður verslunar-og skrifstofufólks, Starfsmenntasjóður verslunarinnar og Starfsafl.

Hér má sjá myndband um Fagbréf atvinnulífsins sem frumsýnt var á fundinum og segir allt sem segja þarf 

Deildu þessari frétt