Landsmennt veitir nýsköpunar-og þróunarstyrk í „Gervigreind fyrir alla“
Stjórn Landsmenntar, ásamt stjórn Starfsmenntasjóðs verslunar-og skrifstofufólks, hafa samþykkt styrkveitingu í verkefni Skákgreindar ehf. „Gervigreind fyrir alla“ Sjóðirnir styrkja verkefnið um 4 milljónir hvor um sig og er styrkveitingin hluti af mótframlagi til verkefnisins vegna styrktarsamnings Skákgreindar við Vöxt hjá Tækniþróunarsjóði Rannís. Unnið hefur verið að verkefninu í nokkur ár og naut það Sprotastyrks frá Tækniþróunarsjóði Rannís fyrir ári síðan. …