Ókeypis vefnámskeið um gervigreind

Fræðslusjóðir Landsmennt

Gervigreindaráskorunin Elemennt er opið 30 klukkustunda vefnámskeið sem ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að fjárfesta í til að styrkja íslensku þjóðina og auka samkeppnishæfni hennar.  Námskeiðið er hluti af aðgerðaráætlun fyrir Ísland í fjórðu iðnbyltingunni, með það að leiðarljósi að leggja rækt við þekkingu, uppbyggingu hennar og flæði um allt samfélagið til að sporna gegn skiptingu í hópa þeirra sem eiga eða eiga ekki, kunna eða kunna ekki, skilja eða skilja ekki.

Námskeiðið er á íslensku og er í sex hlutum sem einstaklingar geta tekið þegar þeim hentar, hvort sem er í tölvu eða síma, en það er hannað til að vera aðgengilegt óháð aldri, starfsreynslu eða öðru.

Ísland verður stafrænna með hverjum degi og því mikilvægt að fólk búi yfir skilningi og færni til að hagnýta nýja tækni en markmið námskeiðsins er meðal annars að stuðla að því.

Námskeiðið og frekari upplýsingar (stutt kynningarmyndband) má nálgast HÉR

Myndin með fréttinni er fengin hér

Deildu þessari frétt