Áfram 90% endurgreiðsluhlutfall styrkja

Fræðslusjóðir Landsmennt

Vegna áhrifa frá Covid 19 settu fræðslusjóðirnir af stað átak í fræðslu sem hófst 15. mars 2020. Átakið fól í sér sérstaka samninga við fræðsluaðila um ýmis námskeið sem sjóðirnir fjármögnuðu að fullu en einnig voru reglur um almennar styrkveitingar rýmkaðar. Endurgreiðsluhlutfall styrkja hækkaði úr 75% í 90% hjá bæði fyrirtækjum og til einstaklinga.

Þann 1. júní sl. var lokadagsetning átaksins. Nú hafa hins vegar allar stjórnir sjóðanna Landsmenntar, Sveitamenntar, Ríkismenntar og Sjómenntar ákveðið að halda áfram með 90% endurgreiðsluhlutfall sem verður svo endurskoðað í lok árs 2021.

Samningar við fræðsluaðilar sem gerðir voru á síðasta ári verða hins vegar ekki endurnýjaðir að sinni. Sá þáttur átaksins verður hins vegar endurskoðaður næstkomandi haust og þörfin metin fyrir haustönnina.

Hægt er að sjá reglur vegna einstaklingsstyrkja hér: LandsmenntSveitamenntRíkismenntSjómennt

Hægt er að sjá reglur vegna fyrirtækjastyrkja og styrkja til stofnana sveitarfélaga og ríkisins hér: LandsmenntSveitamenntRíkismenntSjómennt

Deildu þessari frétt