Skrifstofa fræðslusjóðanna lokar

Fræðslusjóðir Landsmennt

Vegna samkomubanns verður skrifstofu fræðslusjóðanna að Guðrúnartúni 1 lokað frá og með 24.mars um óákveðinn tíma. Við munum halda áfram þjónustu við umbjóðendur okkar og afgreiðum umsóknir fyrirtækja hjá Landsmennt og Sjómennt, þá afgreiðum við umsóknir sveitarfélaga og stofnanna hjá Sveitamennt og umsóknir ríkisstofnanna hjá Ríkismennt. Einstaklingar sækja áfram til sinna stéttarfélaga, sem sjá um afgreiðslu einstaklingsumsókna eins og áður …

Áttin á Menntadegi atvinnulífsins 2020

Fræðslusjóðir Landsmennt

Fræðslusjóðir sem sameinast um umsóknarvefgátt Áttarinnar voru með kynningarbás á Menntadegi atvinnulífsins. Starfsmenn sjóðanna stilltu sér upp fyrir eina flotta mynd og auðvitað brosandi út að eyrum. Að vefgáttinni standa eftirtaldir sjóðir og fræðslusetur: Landsmennt – Sjómennt – Starfsafl – Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks – Rafmennt – Iðan fræðslusetur – Menntasjóður Sambands stjórnendafélaga og Starfsmenntasjóður verslunarinnar. Allar frekari upplýsingar um …

Menntadagur atvinnulífsins í Hörpu 2020

Fræðslusjóðir Landsmennt

Menntadagur SA var haldinn í Hörpu í gær þann 5. Febrúar. Menntadagurinn er árlegur viðburður en að þessu sinni var fjallað um sköpun í íslensku atvinnulífi og menntakerfi út frá fjölmörgum sjónarhornum. Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt fyrirtækjum sem skara fram út í fræðslu-og menntamálum. Orkuveita Reykjavíkur er Menntafyrirtæki ársins og Samkaup hlaut Menntasprota ársins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og …

Hækkun á hámarki einstaklingsstyrkja

Fræðslusjóðir Landsmennt

Stjórnir sjóðanna Landsmenntar, Sjómenntar, Ríkismenntar og Sveitamenntar samþykktu nú í desember að hækka hámark einstaklingsstyrkja úr 100 þúsund í 130 þúsund. Samþykkt er að hækka um næstu áramót hámark einstaklingsstyrkja í kr. 130.000.- þar með hækkar einnig hámark á uppsöfnuðum rétti til styrks í kr. 390.000.- Hækkunin tekur gildi f.o.m. 1.janúar 2020 og gildir gagnvart því námi sem hefst f.o.m. …

Fyrirtækjastyrkir, umsóknir fyrir áramót

Fræðslusjóðir Landsmennt

Afgreiðsla stjórna sjóðanna á umsóknum fyrir áramót Nú er tækifærið að fara yfir fræðslumál ársins. Umsóknir þurfa helst að berast sjóðunum 2 virkum dögum fyrir fund. Athugið að kvittanir vegna fræðslu mega vera allt að 12 mánaða gamlar. Fyrir upplýsingar og frekari aðstoð varðandi umsóknir hafið samband við skrifstofu sjóðanna í síma 599-1450 og við aðstoðum þig með ánægju. Afgreiðslufundir …

Einstaklingsstyrkir

Fræðslusjóðir Landsmennt

Það sem af er árinu hafa sjóðnum borist 2278 umsóknir vegna einstaklinsstyrkja að upphæð kr. 124.598.557,- það er aukning um 9% á milli ára samanborið við stöðuna í október 2018. Kynjaskipting er nær jöfn, karlar eru örlítið fleiri eða um 2% sem er í takti við kynjaskiptingu félagsmanna aðildarfélaga SGS á landsbyggðinni. Það er mjög jákvætt og ánægjulegt að sjá …

Fyrirtækjastyrkir

Fræðslusjóðir Landsmennt

Það sem af er að árinu 2019 hefur Sjómennt greitt út fyrirtækja-og félagastyrki fyrir tæpar 700 þúsund krónur. Meðal námskeiða voru: endurmenntun bílstjóra, aukin ökuréttindi, vélastjóranámskeið, vinnuvélanámskeið, sjálfstyrkingarnámskeið og haftengd nýsköpun. Árið 2018 greiddi Sjómennt út styrki til fyrirtækja fyrir rúmar 800 þúsund krónur. Á meðal námskeiða þar voru: meðhöndlun á fiski í fiskiskipum, skyndihjálp, hóp og neyðarstjórnun, HACCP námskeið, …

Ríkismennt – stofnanastyrkir

Fræðslusjóðir Ríkismennt

Ríkismennt hefur afgreitt 12 umsóknir frá stofnunum og aðildarfélögum fyrir tæpar 4 milljónir það sem af er árinu. Á bak við þessi fræðsluverkefni eru 204 starfsmenn. Meðal verkefna eru námskeið samkvæmt fræðsluáætlunum stofnana sem sum hver hafa unnið sínar fræðsluáætlanir í kjölfar verkefnisins Fræðslustjóra að láni. Einnig eru verkefni sem tengd eru starfstengdum námskeiðum, náms-og kynnisferðum, sjálfstyrkingarnámskeiðum og tómstundarnámskeiðum. Endilega …

Sveitamennt – Fræðslustjóri að láni

Fræðslusjóðir Landsmennt

Frá árinu 2017 hafa verið unnin 8 Fræðslustjóra að láni verkefni fyrir um rúmar 7 milljónir hjá 8 sveitarfélögum á landsbyggðinni og stofnunum þeirra. Á bak við þessi verkefni eru 883 starfsmenn sveitarfélaga. Verkefnið felur það í sér að Sveitamennt leggur til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir sveitarfélagsins og býr til fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Fræðsluáætlunin …

Sveitamennt

Fræðslusjóðir Landsmennt

Það sem af er árinu hefur Sveitamennt afgreitt 85 umsóknir frá Sveitarfélögum og stofnunum þeirra að upphæð kr. 41.762.582,- og á bak við þessi fræðsluverkefni eru 2011 starfsmenn. Meðal verkefna eru fjölmörg námskeið samkvæmt fræðsluáætlunum stofnana sveitarfélaga sem mörg hver hafa unnið sínar fræðsluáætlanir í kjölfar verkefnisins Fræðslustjóra að láni. Einnig eru verkefni sem tengd eru náms-og kynnisferðum, ráðstefnum, námskeiðum …