Hækkun á hámarki einstaklingsstyrkja

Fræðslusjóðir Landsmennt

Stjórnir sjóðanna Landsmenntar, Sjómenntar, Ríkismenntar og Sveitamenntar samþykktu nú í desember að hækka hámark einstaklingsstyrkja úr 100 þúsund í 130 þúsund.

Samþykkt er að hækka um næstu áramót hámark einstaklingsstyrkja í kr. 130.000.- þar með hækkar einnig hámark á uppsöfnuðum rétti til styrks í kr. 390.000.-
Hækkunin tekur gildi f.o.m. 1.janúar 2020 og gildir gagnvart því námi sem hefst f.o.m. þeim tíma.

 

Deildu þessari frétt