Full fjármögnun rafrænna námskeiða

Fræðslusjóðir Landsmennt

Landsmennt hefur gert samninga við fjölmarga fræðsluaðila um að veita félagsmönnum sínum aðgang að rafrænum námskeiðum, Landsmennt mun greiða fyrir þátttöku þeirra almennu starfsmanna fyrirtækja innan SA sem eru aðilar að Landsmennt. Með þessum samningum er Landsmennt að taka mikilvægt skref til þess að auka framboð á rafrænum námskeiðum vegna ríkjandi samkomubanns í tengslum við heimsfaraldur Covid 19.

Aðilar Landsmenntar
Landsmennt er þróunar- og símenntunarsjóður starfsmanna fyrirtækja SA á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands (SGS).

Einnig má geta þessa að þeir samningar sem fræðsuaðilar hafa haft sl. tvö ár við Sveitamennt og Ríkismennt gilda einnig gagnvart rafrænu námi á sama hátt og hjá Landsmennt

Frekari upplýsingar: landsmennt@landsmennt.is eða í síma 863-6480.

Deildu þessari frétt