Fræðsluátak framlengt til ársloka!

Átakið tók gildi 15.mars og verður nú framlengt frá 31. ágúst til 31. desember 2020 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem hefjast innan þessa sama tímaramma. Nánari útfærsla á átaksverkefninu: Gerðir voru samningar við fræðsluaðila sem bjóða upp á vefnám/fjarnám þar sem fyrirtækjum og einstaklingum er boðin þátttaka í námi/námskeiðum þeim að kostnaðarlausu. Þessir samningar gilda einnig tímabundið og gagnvart því …

Sumarlokun – f.o.m. 6. júlí t.o.m. 4. ágúst

Skrifstofa fræðslusjóðanna verður lokuð f.o.m. 6. júlí t.o.m. 4. ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna. Afgreiðsla umsókna til allra sjóðanna verður af þessum sökum takmörkuð. Spurningar varðandi afgreiðslu á einstaklisstyrkjum er beint til viðkomandi stéttarfélags, einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netföng sjóðanna.

Frír aðgangur að námskeiðum

Allt sem hugurinn girnist, bæði starfsmiðuð námskeið og almenn námskeið, árs áskrift eða stök námskeið. Endilega skoðaðu framboðið og sjáðu hvort eitthvað hittir í mark hjá þér! Sjóðirnir hafa gert samninga við eftirtalda aðila: https://www.mognum.is/ (Mögnum) https://taekninam.is/ (Tækninám) https://frami.is/ (Frami) http://www.ntv.is/ (Nýi tölvu-og viðskiptaskólinn) https://netkennsla.is/ (Netkennsla) https://gerumbetur.is/ (Gerum betur) https://island.dale.is/ (Dale Carnegie) https://fraedslumidstodvar.is/ (Sjá hér allar símenntunarmiðstöðvar) Vegna aðstæðna í …

Sjómennt – rýmkaðar reglur og full fjármögnun

Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi hefur stjórn Sjómenntar ákveðið að rýmka úthlutunarreglur vegna styrkveitinga og bjóða einstaklingum og fyrirtækjum uppá þann valkost að sækja námskeið á netinu eða í fjarkennslu þeim að kostnaðarlausu. Átakið gildir frá 15.mars til og með 31.ágúst 2020 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru innan þessa sama tímaramma. Nánari útfærsla á átaksverkefninu: Gerðir verða …

Sveitamennt og Ríkismennt-rýmkaðar reglur

Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi hafa stjórnir Ríkismenntar og Sveitamenntar ákveðið að rýmka úthlutunarreglur einstaklingsstyrkja í ákveðinn tíma líkt og Landsmennt hefur gert. Átakið tekur gildi frá 15.mars til og með 31.ágúst 2020 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru innan þessa sama tímaramma. Breytingar á úthlutunarreglum einstaklingsstyrkja eru eftirfarandi: Hámarksupphæð einstaklingsstyrkja verður áfram kr. 130.000 á ári miðað …

Full fjármögnun rafrænna námskeiða

Landsmennt hefur gert samninga við fjölmarga fræðsluaðila um að veita félagsmönnum sínum aðgang að rafrænum námskeiðum, Landsmennt mun greiða fyrir þátttöku þeirra almennu starfsmanna fyrirtækja innan SA sem eru aðilar að Landsmennt. Með þessum samningum er Landsmennt að taka mikilvægt skref til þess að auka framboð á rafrænum námskeiðum vegna ríkjandi samkomubanns í tengslum við heimsfaraldur Covid 19. Aðilar Landsmenntar …

Landsmennt veitir fulla fjármögnun námskeiða

Landsmennt fræðslusjóður Samtaka atvinnnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni býður einstaklingum og fyrirtækum að sækja námskeið þeim að kostnaðarlausu. Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi hefur stjórn Landsmenntar fræðslusjóðs ákveðið bjóða einstaklingum og fyrirtækjum uppá þann valkost að sækja námskeið á netinu eða í fjarkennslu þeim að kostnaðarlausu. Einnig mun sjóðurinn rýmka úthlutunarreglur sjóðsins sem taka til námskeiða sem ekki eru …

Skrifstofa fræðslusjóðanna lokar

Vegna samkomubanns verður skrifstofu fræðslusjóðanna að Guðrúnartúni 1 lokað frá og með 24.mars um óákveðinn tíma. Við munum halda áfram þjónustu við umbjóðendur okkar og afgreiðum umsóknir fyrirtækja hjá Landsmennt og Sjómennt, þá afgreiðum við umsóknir sveitarfélaga og stofnanna hjá Sveitamennt og umsóknir ríkisstofnanna hjá Ríkismennt. Einstaklingar sækja áfram til sinna stéttarfélaga, sem sjá um afgreiðslu einstaklingsumsókna eins og áður …

Áttin á Menntadegi atvinnulífsins 2020

Fræðslusjóðir sem sameinast um umsóknarvefgátt Áttarinnar voru með kynningarbás á Menntadegi atvinnulífsins. Starfsmenn sjóðanna stilltu sér upp fyrir eina flotta mynd og auðvitað brosandi út að eyrum. Að vefgáttinni standa eftirtaldir sjóðir og fræðslusetur: Landsmennt – Sjómennt – Starfsafl – Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks – Rafmennt – Iðan fræðslusetur – Menntasjóður Sambands stjórnendafélaga og Starfsmenntasjóður verslunarinnar. Allar frekari upplýsingar um …