Kraftur í styrkveitingum Landsmenntar

Fræðslusjóðir Landsmennt

Á fyrri hluta ársins hefur verið kröftugur gangur í styrkveitingum Landsmenntar til fyrirtækja og einstaklinga en á sama tíma hefur verið dregið úr rekstrarkostnaði sjóðsins.

Það sem af er árinu (miðað við sept.) hefur Landsmennt greitt styrki til einstaklinga að upphæð kr. 141.537.051,- og styrki til fyrirtækja og annara verkefna þeim tengdum að upphæð kr. 45.198.314,-. Á bak við þessar styrkveitingar eru samtals um 3300 félagsmenn innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands (SGS) á landsbyggðinni.

Vegna Covid-19 setti var sett af stað fræðsluátak um miðjan mars 2020 og reglum sjóðsins breytt tímabundið. Endurgreiðsluhlutfall til fyrirtækja og einstaklinga var hækkað úr allt að 75% í allt að 90% af styrkhæfum heildarkostnaði. Gildistíminn var  frá 15. mars 2020 og verður til og með 31. des. 2021. Nánar um fræðsluátakið má sjá hér á heimasíðunni, en samningum vegna þess lauk 1. júní sl.

 

Myndin með fréttinni er fengin hér

Deildu þessari frétt