Ríkismennt – stofnanastyrkir
Ríkismennt hefur afgreitt 12 umsóknir frá stofnunum og aðildarfélögum fyrir tæpar 4 milljónir það sem af er árinu. Á bak við þessi fræðsluverkefni eru 204 starfsmenn.
Meðal verkefna eru námskeið samkvæmt fræðsluáætlunum stofnana sem sum hver hafa unnið sínar fræðsluáætlanir í kjölfar verkefnisins Fræðslustjóra að láni. Einnig eru verkefni sem tengd eru starfstengdum námskeiðum, náms-og kynnisferðum, sjálfstyrkingarnámskeiðum og tómstundarnámskeiðum.
Endilega að kynna sér möguleikana á heimasíðu sjóðsins eða hringja á skrifstofuna í síma 599-1450, þar sem Kristín og Hulda svara með ánægju öllum fyrirspurnum.
Deildu þessari frétt