Umsóknir fyrirtækja í ágúst

Fræðslusjóðir Landsmennt

Frá því í júní hafa verið afgreiddar um 50 umsóknir fyrir rúmar 9 milljónir og þar á bak við eru 585 félagsmenn í 26 fyrirtækjum sem meðal annars eru í  ferðaþjónustu, stóriðju, matvælaiðnaði, öðrum iðnaði og fiskvinnslu. Námskeið eru fjölbreytt fyrir þennan stóra hóp, bæði fasta starfsmenn og sumarafleysingafólk. Við fögnum því að atvinnulífið er að taka við sér eftir Covid tímabilið og einnig hvað fyrirtæki eru að taka vel utan um sína starfsmenn með aukinni menntun og færni. Þess má geta að fyrirtæki geta fengið að hámarki kr. 3 mkr. á ári í styrk.

Meðal námskeiða voru eftirfarandi:

 • ADR námskeið til réttinda til að flytja hættulegan farm á vegum
 • Crossfit kennaranámskeið
 • Eloomi fræðslukerfi, ársáskrift
 • Endurmenntun bílstjóra
 • Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk
 • Haccp námskeið
 • Íslenskunámskeið
 • Leiðtoganámskeið
 • Löggilding vigtarmanna
 • Meðvirkni á vinnustað
 • Námskeið í samkeppnislögum
 • Rafrænt námsumhverfi, uppsetning (reglur má sjá hér)
 • Sjálfstyrkingarnámskeið
 • Skyndihjálparnámskeið
 • Smáskipanám
 • Stjórnendanámskeið
 • Tölvunámskeið
 • Vaktstjóranámskeið
 • Vinnuvélanámskeið
 • Þjónustunámskeið

Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Aðildarfélögin eru 16 og er þar um að ræða stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands.

Upplýsingar um styrki er að finna hérna á heimasíðu sjóðsins; www.landsmennt.is  eða á skrifstofu í síma 599 1450.

Myndin með fréttinni er fengi hér.

Deildu þessari frétt