Sveitamennt – Fræðslustjóri að láni

Fræðslusjóðir Landsmennt

Frá árinu 2017 hafa verið unnin 8 Fræðslustjóra að láni verkefni fyrir um rúmar 7 milljónir hjá 8 sveitarfélögum á landsbyggðinni og stofnunum þeirra. Á bak við þessi verkefni eru 883 starfsmenn sveitarfélaga.

Verkefnið felur það í sér að Sveitamennt leggur til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir sveitarfélagsins og býr til fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Fræðsluáætlunin skal vera með tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greiningin og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum sveitarfélagsins.

Hægt að kynna sér möguleikana á heimasíðu sjóðsins eða hringja á skrifstofuna í síma 599-1450, þar sem Kristín og Hulda svara með ánægju öllum fyrirspurnum.

Deildu þessari frétt