Sel-Hótel Mývatn og Jarðböðin við Mývatn fá Fræðslustjóra að láni

Fræðslusjóðir Landsmennt

Undirritaðir hafa verið samningar um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Jarðböðin við Mývatn og Sel–Hótel Mývatn. Heildarfjöldi starfsmanna eru 47 talsins.

Verkefnin eru styrkt af Landsmennt og ráðgjafi beggja verkefna er í höndum Guðrúnar Helgu Ágústsdóttir ráðgjafa hjá Þekkingarneti Þingeyinga.

Verkefnið felur það í sér að fræðslusjóður leggur til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og býr til fræðsluáætlun byggða á greiningunni.
Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu að leiðum, tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greiningin og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækisins.

         

Deildu þessari frétt