Samtök atvinnulífsins kynna fræðslusjóði – myndband

Fræðslusjóðir Landsmennt

Aukin þekking, hæfni og fagmennska starfsfólks stuðlar að aukinni starfsánægju en eykur á sama tíma gæði þjónustu fyrirtækja. Allt þetta skilar sér í árangursríkari rekstri fyrirtækja. Mikilvægt er að stjórnendur fyrirtækja og starfsfólk sé meðvitað um kosti aukinnar menntunar og fræðslu.

Hér í þessu myndbandi má sjá Maj-Britt Hjördísi Briem, lögmann á vinnumarkaðssviði Samtaka Atvinnulífsins ræða mikilvægi fræðsluáætlana í fyrirtækjum og kynna starfsmenntasjóði auk þess segir hún frá umsóknarvefgáttinni www.attin.is, sem er sameiginleg vefgátt fræðslusjóða sem tengjast almenna vinnumarkaðinum.

Landsmennt og Sjómennt tengjast almenna vinnumarkaðinum og eru aðilar að Áttinni.

Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Aðildarfélögin eru 16 og er þar um að ræða stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands á landsbyggðinni. Sjóðurinn er tvískiptur og veitir annars vegar fyrirtækjastyrki og hins vegar einstaklingsstyrki.

Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og starfar samkvæmt samkomulagi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi við Sjómannasamband Íslands. Sjóðurinn er í tveimur hlutum og veitir annars vegar fyrirtækjastyrki og hins vegar einstaklingsstyrki.

 

Deildu þessari frétt