Ný regla um styrkveitingar vegna uppsetningar á rafrænu námsumhverfi
Stjórn Landsmenntar hefur samþykkt nýjar reglur varðandi styrkveitinga vegna uppsetningar á rafrænu námsumhverfi (Netskóla) hjá fyrirtækjum. Styrkurinn snýr að aðkeyptri
vinnu/ráðgjöf við að setja upp kerfið/netskóla, kenna á kerfið, áskrift, útbúa rafrænt námsefni og umskrifa námsefni sem fyrir er á rafrænt form, umsjón og eftirfylgni ráðgjafa í upphafi. Gert er ráð fyrir að þegar vinnu ráðgjafa er lokið þá verði fyrirtækin sjálfbær hvað varðar umsjón og eftirfylgni og viðhald námskerfis í sínum netskóla
Styrkur Landsmenntar í slík verkefni allt að 81-90% af kostnaði af viðurkenndu styrkhæfum kostnaði en að hámarki allt að 1.100.000.- (út frá a.m.k. 5-7 námskeiðum). Stjórn sjóðsins metur
slíkar umsóknir hverju sinni út frá stærð verkefnis og stærð fyrirtækis. Sé um að ræða færri en 5 námskeið í startpakkanum er styrkveiting metin hlutfallslega.
Aðeins er hægt að sækja einu sinni um slíkan styrk.
Sjá nánar reglu hér
Myndin er fengin hér
Deildu þessari frétt