NTV – frí námskeið byrja í febrúar

Fræðslusjóðir Landsmennt

Þar sem allir samningar við fræðsluaðila hafa verið framlengdir til 1. apríl þá viljum við vekja athygli á þessum flottu námskeiðum sem hefjast í byrjun febrúar hjá NTV skólanum.

Félagsmönnum aðildarfélaga Landsmenntar, Sveitamenntar, Ríkismenntar og Sjómenntar bjóðast þessi námskeið sér að kostnaðarlausu.

Öll námskeiðin (námsefni, verkefnavinna, verkefnaskil og samskipti) eru inni á nemendaumhverfi NTV skólans í gegnum nettengingu. Stefnt er að því að námskeiðin hefjist í byrjun nóvember.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á:  http://www.ntv.is/is/um-ntv/yfirlit-flokka/view/stettarfelags-namskeid

Einstaklingar skrá sig hjá NTV skólanum og mun skólinn senda reikninga beint á skrifstofu fræðslusjóðanna. Skráning: http://www.ntv.is/is/namskeid/nam-i-bodi-stettarfelags

Námskeiðin sem um ræðir eru:
Bókhald Grunnur – 8 vikur (120 kes.)
Digital marketing – 7 vikur (112 kes.)
Frá hugmynd að eigin rekstri – 5 vikur (75 kes.)
App og vefhönnun – 6 vikur (90 kes.)
Vefsíðugerð í WordPress – 4 vikur (50 kes.)
Skrifstofu og tölvufærni – 6 vikur (96 kes.)

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá NTV skólanum eða þínu stéttarfélagi og einnig hægt að leita upplýsinga hjá Huldu eða Kristínu á skrifstofu fræðslusjóðanna (s:599-1450).

Deildu þessari frétt