
Næsta skref
Næsta skef er upplýsingavefur um nám, störf, raunfærnimat og ráðgjöf á Íslandi. Þar er að finna lýsingar á rúmlega 250 störfum og 100 námsleiðum, áhugakönnun, skimunarlista vegna raunfærnimats og upplýsingar um ráðgjöf og starfsemi símenntunarmiðstöðva.
Einnig hefur nýlega verið bætt við kerfi inn á vefnum þar sem símenntunarmiðstöðvar geta sjálfar sett inn á vefinn upplýsingar um námskeið og námsleiðir sem þær vilja vekja sérstaka athygli á, skimunarlistum í raunfærnimati og viðmóti áhugakönnunar.
Vefurinn er starfræktur og rekinn af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Deildu þessari frétt