Menntadagur atvinnulífsins 2023

Fræðslusjóðir Landsmennt

Menntadagur atvinnulífsins var haldin í 10 sinn 14.feb. sl. Fundurinn í ár bar yfirskriftina Færniþörf á vinnumarkaði

Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Bláa lónið er Menntafyrirtæki ársins og Vaxtarsprotar OR hljóta Menntasprotann 2023. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA afhentu verðlaunin.

Á vef www.sa.is  má lesa nánar um Menntadag atvinnulífsins og viðurkenningahafana.

Að deginum standa Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök þess. Landsmennt styrkti viðburðinn eins og undanfarin ár ásamt fleiri fræðslusjóðum atvinnulífsins.

 

Deildu þessari frétt