Menntadagur atvinnulífsins 2021
Menntadagur atvinnulífsins fór fram í opnu sjónvarpi atvinnulífsins í morgun.
Menntadagurinn er árlegur viðburður en að þessu sinni var fjallað um sköpun í íslensku atvinnulífi og menntakerfi út frá fjölmörgum sjónarhornum.
Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt fyrirtækjum sem skara fram út í fræðslu-og menntamálum. Íslandshótel er Menntafyrirtæki ársins og Domino‘s hlaut Menntasprota ársins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra afhentu verðlaunin.
Á vef SA www.sa.is má lesa nánar um Menntadag atvinnulífsins og viðurkenningahafana.
Að deginum standa Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök þess. Landsmennt styrkti viðburðinn eins og undanfarin ár ásamt fleiri fræðslusjóðum atvinnulífsins.
Myndin er fengin af vefsíðu Samtaka atvinnulífsins.
Deildu þessari frétt