Greiddir styrkir fræðslusjóðanna 2020 og Covid-19 fræðsluátak
Einstaklingar hafa verið duglegir að sækja námskeið á árinu og í ljósi aðstæðna hafa það eðlilega verið fjarnámskeið í flestum tilvikum. Það eru aðalega starfstengd námskeið sem fólk hefur verið að sækja til ýmissa fræðsluaðila sem sumir hafa að auki gert samninga við sjóðina vegna Covid-19 fræðsluátaks. Samtals eru greidd verkefni vegna Covid-19 fræðsluátaks, sem hófst í lok apríl 2020, kr. 17.881.516,- og alls 748 einstaklingar þar á bak við fjölmörg mismunandi námskeið.
Umsóknir frá fyrirtækjum, stofnunum ríkisins og sveitarfélögum eru nánast á pari við fjöldann í fyrra þrátt fyrir ástandið í þjóðfélaginu vegna Covid-19. Þó er veruleg fækkun á náms-og kynnisferðum hjá sveitarfélögum og stofnunum þar sem ferðatakmarkanir hafa verið miklar á árinu. Mörg fyrirtæki, sveitarfélög og ríkisstofnanir hafa nýtt sér að auki aðgang að fríum námskeiðum fyrir sína starfsmenn í tengslum við Covid-19 samninga sjóðanna við fræðsluaðila.
Greiddir styrkir 2020
Sveitamennt; greiddir styrkir til 981 einstaklinga að upphæð kr. 57.867.919,- og styrkir til Sveitarfélaga, stéttarfélaga og annara verkefna að upphæð kr. 27.139.831,-
Landsmennt; greiddir styrkir til 2718 einstaklinga að upphæð kr. 183.057.728,- og styrkir til fyrirtækja, stéttarfélaga og annara verkefna að upphæð kr. 49.837.768,-
Ríkismennt; greiddir styrkir til 232 einstaklinga að upphæð kr. 12.997.156,- og styrkir til stofnana, fræðsluaðila og annara fræðsluverkefna að upphæð kr. 6.051.842,-
Sjómennt; greiddir styrkir til 110 einstaklinga að upphæð kr. 9.791.523,- og styrkir til fyrirtækja og annara fræðsluverkefna að upphæð 1.706.937,-.
Myndin með fréttinni er fenginn hér.
Deildu þessari frétt