Greiddir styrkir
Einstaklingar hafa verið duglegir að sækja námskeið og þá sérstaklega fjarnámskeið og einnig nýtt sér frí fjarnámskeið (hámarkið er kr.30.000,- í þátttökugjald pr. námskeið þegar um fulla fjármögnun er að ræða) sem er hluti af Covid 19 átaki sjóðanna. Það eru bæði starfstengd námskeið og tómstundarnámskeið sem fólk hefur verið að sækja til ýmissa fræðsluaðila sem hafa gert samning við sjóðina. Samtals eru greidd verkefni vegna Covid 19 fræðsluátaks sem hófst í lok apríl kr. 5.498.633,-.
Umsóknir frá fyrirtækjum, stofnunum ríkisins og sveitarfélögum eru töluvert færri en í fyrra sem er bein afleiðing af ástandinu í þjóðfélaginu. Margir hafa samt sem áður nýtt sér aðgang að fríum námskeiðum fyrir sína starfsmenn í tengslum við Covid 19 samninga sjóðanna við fræðsluaðila.
Staðan á greiddum styrkjum það sem af er ári:
Sveitamennt; greiddir styrkir til 762 einstaklinga að upphæð kr. 43.640.686,- og styrkir til Sveitarfélaga, stéttarfélaga og annara verkefna að upphæð kr. 18.128.181,-
Landsmennt; greiddir styrkir til 2126 einstaklinga að upphæð kr. 138.600.002,- og styrkir til fyrirtækja, stéttarfélaga og annara verkefna að upphæð kr. 28.714.394,-
Ríkismennt; greiddir styrkir til 173 einstaklinga að upphæð kr. 9.226.535,- og styrkir til stofnana, fræðsluaðila og annara fræðsluverkefna að upphæð kr. 3.555.208,-
Sjómennt; greiddir styrkir til 83 einstaklinga að upphæð kr. 7.290.660,- og styrkir til fyrirtækja og annara fræðsluverkefna að upphæð 1.115.270,-.
Deildu þessari frétt