Fyrirtækjastyrkir
Það sem af er að árinu 2019 hefur Sjómennt greitt út fyrirtækja-og félagastyrki fyrir tæpar 700 þúsund krónur. Meðal námskeiða voru: endurmenntun bílstjóra, aukin ökuréttindi, vélastjóranámskeið, vinnuvélanámskeið, sjálfstyrkingarnámskeið og haftengd nýsköpun.
Árið 2018 greiddi Sjómennt út styrki til fyrirtækja fyrir rúmar 800 þúsund krónur. Á meðal námskeiða þar voru: meðhöndlun á fiski í fiskiskipum, skyndihjálp, hóp og neyðarstjórnun, HACCP námskeið, vinnuvélanámskeið og endurmenntun bílstjóra. Einnig var ein umsókn um verkefnið „Fræðslustjóri að láni“ en það var Loðnuvinnslan sem fékk til sín fræðslustjóra.
Verkefnið felur það í sér að fræðslusjóður leggur til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og býr til fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu að leiðum, tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greiningin og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækisins.
Upplýsingar um styrki Sjómenntar er að finna hérna á heimasíðunni eða á skrifstofu í síma 599 1450, þar sem Hulda og Kristín svara öllum fyrirspurnum
Deildu þessari frétt