Frí íslenskunámskeið fyrir félagsmenn

Fræðslusjóðir Landsmennt

Félagsmenn aðildarfélaga Landsmenntar, Ríkismenntar, Sveitamenntar og Sjómenntar fá íslenskunámskeið að fullu niðurgreitt.

Í ljósi þess að borið hefur á aukinni eftirspurn eftir íslenskunámskeiðum þá hafa stjórnir sjóðanna ákveðið að gera samninga við símenntunarmiðstöðvar til að auka framboð á íslenskunámskeiðum og bjóða upp á fulla fjármögnun íslenskunámskeiða fram að áramótum.

Skráning fer fram hjá símenntunarmiðstöðvum og þá skiptir ekki máli hvort félagsmenn skrái sig sjálfir eða séu skráðir af atvinnurekanda inn á námskeiðin, hvort sem heldur þá verður um fulla fjármögnun að ræða til áramóta.

Hægt að sjá allar símenntunarmiðstöðvar um allt land hér: https://fraedslumidstodvar.is/

Námskeiðin eru að hluta til í fjarnámi og að hluta til í staðbundnu námi með takmörkuðum fjölda þátttakenda út af takmörkunum vegna sóttvarna.

Deildu þessari frétt