Einstaklingsstyrkir
Það sem af er árinu hafa sjóðnum borist 2278 umsóknir vegna einstaklinsstyrkja að upphæð kr. 124.598.557,- það er aukning um 9% á milli ára samanborið við stöðuna í október 2018. Kynjaskipting er nær jöfn, karlar eru örlítið fleiri eða um 2% sem er í takti við kynjaskiptingu félagsmanna aðildarfélaga SGS á landsbyggðinni. Það er mjög jákvætt og ánægjulegt að sjá hvað fólk er duglegt að sækja sér fjölbreytta menntun.
Upplýsingar um einstaklingsstyrki Landsmenntar er að finna hérna á heimasíðunni, hjá þínu stéttarfélagi eða á skrifstofu Landsmenntar í síma 599 1450, þar sem Hulda og Kristín svara öllum fyrirspurnum.
Deildu þessari frétt