Aukin fræðsla þrátt fyrir Covid-19

Fræðslusjóðir Landsmennt

Það er óhætt að fullyrða að síðustu tvö ár hafi verið óvenjuleg og áhrif vegna Covid-19 sett sterkan svip á alla fræðslu. En ný tækifæri hafa einnig skapast og margir fræðsluaðilar breytt kennsluháttum sínum þannig að hægt er að kenna flest í fjarkennslu. Einnig hefur aukist að fyrirtæki kaupi aðgang að fræðslukerfum til að halda utan um sína fræðslu og miðla rafrænt. Það er ánægjuefni að styrkveitingar fræðslusjóðanna hafa aukist samt sem áður og margir fræðsluaðilar hafa aðlagað sitt framboð á námi að breyttum aðstæðum í kjölfar faraldursins.

Fræðslusjóðirnir settu af stað fræðsluátak vegna Covid-19 í lok apríl 2020 með auknu aðgengi umbjóðenda sinna og lauk því í júní 2021. Samtals hafa sjóðirnir greitt fjölda verkefna vegna þess að upphæð 47.529.056,- og þar á bak við eru 1693 einstaklingar.

Hér á eftir er nánar um styrkgreiðslur og verkefni fræðslusjóðanna fyrir árið 2021

Landsmennt;

  • Greiddir styrkir til 2606 einstaklinga (fækkun um 2% frá fyrra ári) að upphæð kr. 212.864.943,- (hækkun um 7.5% frá fyrra ári)
  • Styrkir til fyrirtækja, stéttarfélaga og annara verkefna að upphæð kr. 67.454.725,- (hækkun um 15% frá fyrra ári) og þar á bak við eru allt að 2800 einstaklingar.
  • Greitt vegna Covid-19 átaks kr. 21.317.984,- og þar á bak við 623 einstaklingar.

Sveitamennt;

  • Greiddir styrkir til 1132 einstaklinga (aukning um 7% frá fyrra ári) að upphæð kr. 70.476.657,- (aukning um 10% frá fyrra ári)
  • Styrkir til Sveitarfélaga, stéttarfélaga og annara verkefna að upphæð kr. 27.055.973,- (á pari við árið í fyrra) og þar á bak við eru allt að 1700 einstaklingar.
  • Greitt vegna Covid-19 átaks kr. 6.416.187,- og þar á bak við 259 einstaklingar.

Ríkismennt;

  • Greiddir styrkir til 243 einstaklinga (aukning um rúm 2% frá fyrra ári) að upphæð kr. 16.204.783,- (hækkun um 11% frá fyrra ári)
  • Styrkir til stofnana, fræðsluaðila og annara fræðsluverkefna að upphæð kr. 10.455.129,- (hækkun um 29% frá fyrra ári) og þar á bak við eru allt að 300 einstaklingar.
  • Greitt vegna Covid-19 átaks kr. 1.535.769,- og þar á bak við 55 einstaklingar.

Sjómennt;

  • Greiddir styrkir til 107 einstaklinga (fækkun um 1,4% frá fyrra ári) að upphæð kr. 10.265.336,- (hækkun um 2,4% frá fyrra ári)
  • styrkir til fyrirtækja og annara fræðsluverkefna að upphæð 1.031.669,- (lækkun um 27,7% frá fyrra ári) og þar á bak við eru allt að 270 einstaklingar.
  • Greitt vegna Covid-19 átaks kr. 377.600,- og þar á bak við 8 einstaklingar.

Myndin með fréttinni er fengin hér.

Deildu þessari frétt