
Landsmennt, fyrirtækjaumsóknir
Það hefur verið Þvílíkur kraftur í umsóknum til Landsmenntar frá áramótum! afgreiddar hafa verið um 128 umsóknir fyrir rúmar 29 milljónir og þar á bak við eru 2232 félagsmenn í 60 fyrirtækjum og félögum. Það eru rúmlega tvöfalt fleiri umsóknir núna miðað við á sama tíma í fyrra. Fyrirtækin eru á meðal annars í ferðaþjónustu, stóriðju, matvælaiðnaði, öðrum iðnaði og fiskvinnslu. Námskeiðin og verkefnin eru fjölbreytt eins og sjá má hér að neðan.
Reglur um fyrirtækjastyrki má sjá hér á heimasíðunni.
Fyrirtæki geta fengið að hámarki kr. 3 mkr. á ári í styrk og tekið er á móti allt að 12 mánaða gömlum kvittunum/reikningum.
Meðal námskeiða voru eftirfarandi:
| ADR grunn-og tanka námskeið | Námskeið f. vélsleðaleiðsögumenn |
| Aukin ökuréttindi | Námskeið um einelti, ofbeldi og mismunun |
| Brunavarnanámskeið | Námskeið í leiðtogaþróun |
| Brúkrananámskeið | Námskeið í ferðaþjónustu |
| Dale Carnegie námskeið | Námskeið um sjúkdóma í laxeldi |
| Dýrverndarnámsk. f. stm. í slátrun | Námskeið v.skermaðra röntgentækja |
| EBS gæðastaðlar,námskeið | Neyðar-og öryggisnámskeið |
| Eigin fræðsla fyrirtækja | Notkun tækja, öryggis-og gæðamál |
| Eloomi fræðslukerfi, ársáskrift | Næring og heilsa fiska |
| Endurmenntun bílstjóra | Rafrænt fræðslusafn Akademias |
| Franklin Covey fræðsluvefur, áskrift | Rafrænt námsumhverfi; uppsetning/námsk. |
| Fræðsla í sjálfbærni fyrirtækja | Reikningshald og endurskoðun |
| Fræðsla um áhrif kísilryks | Sjálfstyrkingarnámskeið |
| Fræðslustjóri að láni | Skyndihjálparnámskeið |
| Fræðslustjórnun og þjálfun stm. | Slátrun og skilyrði fyrir aflífun dýra |
| Grunnnámsk. fiskvinnslufólks | Smáskipanámskeið-vélstjórn |
| HACCP námskeið | Stjórnendanámskeið |
| Iðntölvustýringar, námskeið | Stjórnun og leiðtogafærni |
| Innri úttektir, námskeið | Sölunámskeið |
| Íslenskunámskeið | Tómstundarnámskeið |
| Kvennaráðstefna 2022 | Trúnaðarmannanámskeið |
| Leiðsögunám | Tölvunámskeið |
| Leiðtogahæfni, námskeið | Union busting námskeið |
| Leiðtogaþjálfun KVAN | Velferð eldisfiska |
| Matvælasvindl og skemmdarverk | Vinnuvélanámskeið |
| Matvælaöryggismenning | Þjónustunámskeið |
| Microsoft Planner og Teams | Þrautsegjunámskeið |
| Námsk. f. öryggistrún.m./verði | Öryggisfræðsla smábáta |
Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Aðildarfélögin eru 16 og er þar um að ræða stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands.
Upplýsingar um styrki er að finna hérna á heimasíðu sjóðsins; www.landsmennt.is eða á skrifstofu í síma 599 1450.
Deildu þessari frétt


