Árið 2022 endað með stæl
Afgreiddar voru 107 umsóknir frá fyrirtækjum í desember fyrir um rúmar 20 milljónir króna og þar á bak við eru 1537 félagsmenn. Umsóknum fjölgaði jafnt og þétt síðari hluta árs 2022 og heldur áfram að fjölga í byrjun þessa árs. Námskeiðin eru fjölbreytt hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu, stóriðju, matvælaiðnaði, öðrum iðnaði og fiskvinnslu. Fyrirtæki geta fengið að hámarki kr. 3 mkr. á ári í styrk.
Styrkir til einstaklinga voru um rúmar 16,8 milljónir króna í desember og þar á bak við eru 247 félagsmenn. Styrkir til einstaklinga eru afgreiddir hjá viðkomandi stéttarfélagi.
Samtals greiddi Landsmennt rúmar 37,2 milljónir króna til fyrirtækja og einstaklinga í desember 2022.
Upplýsingar um styrki er að finna hérna á heimasíðu sjóðsins; www.landsmennt.is eða á skrifstofu í síma 599 1450.
Rafræn/stafræn fræðsla og rafrænt námsumhverfi/Netskóli fyrirtækja
Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Aðildarfélögin eru 16 og er þar um að ræða stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands.
Deildu þessari frétt