Breytt styrkhlutfall fræðslusjóðanna
Vegna áhrifa frá Covid 19 settu fræðslusjóðirnir af stað átak í fræðslu sem hófst 15. mars 2020. Hluti átaksins fólst í því að endurgreiðsluhlutfall styrkja hækkaði tímabundið úr 75% í 90% hjá bæði fyrirtækjum og til einstaklinga.
Nú er átakinu lokið og stjórnir sjóðanna hafa ákveðið að endurgreiðsluhlutfallið fari í 80% hjá fyrirtækjum (fyrirtæki utan SA 72%) og 80% til einstaklinga hjá Landsmennt og Sjómennt. Hjá Ríkismennt og Sveitamennt 80% til einstaklinga. Breytingin tekur gildi 1. janúar 2023 gagnvart því námi sem hefst eftir þann tíma.
Hægt er að sjá reglur vegna einstaklingsstyrkja hér: Landsmennt – Sveitamennt – Ríkismennt – Sjómennt
Hægt er að sjá reglur vegna fyrirtækjastyrkja og styrkja til stofnana sveitarfélaga og ríkisins hér: Landsmennt – Sveitamennt – Ríkismennt – Sjómennt
Myndin með fréttinni er fengin hér.
Deildu þessari frétt