Fræðslustjóri að láni verkefni á stað á ný
Verkefnið felur það í sér að fræðslusjóður leggur til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins eða sveitarfélagsins og býr til fræðsluáætlun byggða á greiningunni.
Hjá Landsmennt hafa verið undirritaðir þrír samningar á þessu ári um verkefnið Fræðslustjóra að láni;
- Hólmadrangur ehf.: þar fjármagnar Landsmennt verkefnið og þar starfa 22 starfsmenn, ráðgjafi frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða sá um fræðslugreininguna. Hólmadrangur ehf. er staðsett á Hólmavík sérhæfir sig í rækjuvinnslu auk þess að vera með útgerð.
- Skinney-Þinganes hf.: þar fjármagnar Landsmennt verkefnið og starfsmenn eru 115 talsins, ráðgjafi frá Fræðsluneti Suðurlands sá um fræðslugreininguna sem að þessu sinni var fyrir fiskvinnsluna á Höfn en fyrirtækið rekur þrjár verksmiðjur: fiskimjölsverksmiðju á Höfn, fjölþætta vinnslu á Höfn fyrir uppsjávarfisk, bolfisk og humar og sérhæfða vinnslu á bolfiski í Þorlákshöfn auk þess rekur fyrirtækið stóra útgerð.
- Brim hf., þar fjármagna fimm sjóðir verkefnið og þar af bæði Landsmennt og Sjómennt, unnið verður bæði með starfsfólki í landvinnslu og sjómönnum alls 586 talsins, ráðgjafi verkefnisins er Ragnar Matthíasson hjá RM ráðgjöf ehf. Brim stundar veiðar og vinnslu á botn- og uppsjávarfiski. Afurðirnar eru seldar um allan heim en helstu markaðir eru í Evrópu, Asíu, Norður-Ameríku og Afríku.
Hjá Sveitamennt hafa verið undirritaðir tveir samningar á þessu ári um verkefnið Fræðslustjóra að láni;
- Vesturbyggð; þar fjármagnar Sveitamennt verkefnið ásamt Mannauðssjóði Samflotsins og ráðgjafi frá Ásgarði ráðgjöf ehf. greindi fræðsluþarfir í leik-og grunnskólum sveitarfélagsins, þar eru alls 29 starfsmenn.
- Rangárþing ytra og Byggðarsamlagið Oddi; þar fjármagnar Sveitamennt verkefnið ásamt Mannauðssjóði Samflotsins, þar eru 101 starfsmenn og ráðgjafi frá Fræðsluneti Suðurlands sér um fræðslugreininguna.
Deildu þessari frétt