Þýðing á lagmetishandbók
Síðastliðið vor samþykki stjórn Landsmenntar að veita Matís nýsköpunar- og þróunarstyrk til þýðingar á lagmetishandbókinni.
Verkefnið var unnið í samstarfi Matís við Fisktækniskóla Íslands, Ora, Tríton, Hraðfrystihús Gunnvarar hf., Vigni G. Jónsson hf., Akraborg ehf., Íslenska Sjávarklasann, Ægir Sjávarfang ehf., Lýsi hf. og Valdimar Inga Gunnarsson sjávarútvegsfræðing.
Meginmarkmið með þýðingu lagmetishandbókarinnar er að auka aðgengi erlendra starfsmanna í lagmetisiðnaði að fræðsluefni sem styrkt getur stöðu þeirra innan fyrirtækjanna. Jafnframt stuðlar verkefnið að auknu öryggi íslenskra framleiðsluvara hjá lagmetisfyrirtækjum og styrkir þannig stöðu þeirra í alþjóðlegri samkeppni.
Lagmetishandbókin er samantekt á ítarlegu efni um framleiðslu á lagmeti og er aðgengileg bæði í útgefnu efni og á rafrænu formi á íslensku, ensku og pólsku.
Handbækurnar má nú nálgast hér:
Lagmetishandbók á íslensku
Lagmetishandbók á ensku
Lagmetishandbók á pólsku
Verkefnið var einnig styrkt af Starfsafli og Menntasjóði Sambands Stjórnendafélaga.
Deildu þessari frétt