
Glæsileg afmælisráðstefna á Grand hótel
Í tilefni þess að starfsmenntasjóðirnir og Áttin fögnuðu merkum tímamótum á árinu var haldin glæsileg afmælisráðstefna á Grand Hótel Reykjavík þann 18. september síðastliðinn. Ráðstefnan markaði áratug af farsælu starfi Áttarinnar og starfsemi sjóðanna til 25 ára.
Dagskráin hófst með ávörpum og erindum þar sem farið var yfir helstu verkefni og árangur síðustu ára, ásamt áherslum til framtíðar. Inn á milli voru stutt innslög þar sem stjórnendur fjögurra fyrirtækja deildu reynslu sinni af mannauðs-og fræðslumálum og sýndu dæmi um árangursríkar leiðir.
Á eftir ávörpum og erindum fóru fram líflegar pallborðsumræður þar sem rætt var um mikilvægi fræðslu og símenntunar fyrir hæfni starfsfólks og samkeppnishæfni fyrirtækja á breytilegum vinnumarkaði.
Rúmlega tvö hundruð gestir sóttu ráðstefnuna, sem einkenndist af jákvæðri stemningu og virku samtali. Þátttakendur lýstu ánægju með faglega dagskrá og góðar.
Við þökkum öllum sem mættu og tóku þátt í þessum ánægjulega viðburði.
Deildu þessari frétt