Styrkveitingar til eigin fræðslu

Fræðslusjóðir Landsmennt

Stjórnir Landsmenntar, Sjómenntar og Sveitamenntar hafa ákveðið að fella úr gildi reglu vegna styrkja til eigin fræðslu til fyrirtækja/stofnana. Reglan verður óbreytt hjá Ríkismennt. Reglan var sett á sínum tíma til að styrkja þau fyrirtæki/stofnanir sem eru með sérhæfða fræðslu frá leiðbeinanda úr röðum starfsfólks. Æ fleiri kjósa nú að nýta sér stafræna fræðslu sem er öllu sveigjanlegri og hægt að nýta endurtekið sem hluta af fræðslu fyrirtækja/stofnana. Ekki verður því tekið við  umsóknum til eigin fræðslu eftir birtingu þessarar fréttar.

Deildu þessari frétt