Hér má nálgast umsóknareyðublöð

Reglur um starf sveitarfélagadeildar Sveitamenntar SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga

1.

Sveitarfélagadeild er hluti af starfsmenntunarsjóði aðila og er markmið deildarinnar að auka möguleika sveitarfélaga og stofnana þeirra á að þróa starfssvið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerða eru til þeirra á hverjum tíma og efla starfsmenntun starfsmanna sem eru í þeim félögum sem eiga aðild að sjóðnum með það fyrir augum að þeir séu færari til að takast á við sífellt fjölbreyttari verkefni.

*Ath. Undanskilið er háskólanám starfsmanna hjá sveitarfélögum eða stofnunum þeirra. Slíkt nám er styrkt með einstaklingsstyrkjum. (Breyting tók gildi f.o.m. 1. okt. 2014)

2.

Deildin sinnir hlutverki sínu með því að veita styrki til fræðsluverkefna á sviði starfsmenntunar sem eru í samræmi við markmið sveitarfélaga sem í sjóðinn greiða; stéttarfélaga sem að sjóðnum standa; eða verkefna sem sjóðstjórn skipuleggur. Auk þess styrkir deildin verkefni sem aðilar semja um í kjarasamningi.

3.

Umsóknir skulu sendar til stjórnar sjóðsins þar sem fram kemur lýsing á því fræðsluverkefni sem sótt er um styrk til ,skipulagi þess, efnisinntaki, áætlaðri framkvæmd, kostnaði, öðrum styrkjum og framlagi umsækjanda. Úthlutun úr sjóðnum skal fara fram a.m.k. ársfjórðungslega. Stjórnin skal koma sér upp samræmdu matskerfi á umsóknum meðal annars með tilliti til þeirra þarfa sem umsækjandi telur sig vera að uppfylla.

ATH. Stjórn sjóðsins heldur fundi mánaðarlega og afgreiðir umsóknir með framkvæmdastjóra á þeim fundi.

Öll starfstengd og almenn námskeið á vinnustað eru styrkt 100% af kostnaði gagnvart þeim þátttakendum sem jafnframt eru félagsmenn í aðildarfélagi Starfsgreinasambands Íslands á landsbyggðinni. Sjá hér á síðunni undir „Aðildarfélög“. Ef sveitarfélög og stofnanir þeirra sækja um styrki vegna tómstundanámskeiða þá eru þau styrkt um 50% af kostnaði gagnvart sama hópi starfsmanna.

Náms-og kynnisferðir eru styrktar skv. ákveðinni reglu sem má sjá hér neðar og einnig nám/námskeið erlendis sem ekki stendur til boða innanlands.

*Náms- og kynnisferðir;

Sveitamennt veitir styrk að hámarki kr. 130.000.- til stofnunar vegna þátttöku hvers einstaklings/starfsmanns í náms- og kynnisferðum innanlands eða utan. Styrkurinn nær yfir kostnað v/flugs, gistingar og ferða á milli staða.

*Hámarksstyrkur til slíkra verkefna er veittur til stofnanna á fjögurra ára tímabili.

Við afgreiðslu umsóknar hefur stjórn eftirfarandi til hliðsjónar:

  • Hvort tilgangur ferðarinnar sé að starfsmenn viðkomandi stofnunar kynni sér sambærilega starfsemi og heimsóknin nýtist þeim til framþróunar í starfi.
  • Hvort um er að ræða til viðbótar þátttöku í námskeiði, kynningu og/eða tengsl við nýbreytni og eða þróunarstarf.
  • Að umfang dagskrár sé að a.m.k. 1- 2 dagar í hlutfalli við lengd ferðar.
  • Að staðfesting móttökuaðila fylgi umsókn.
  • Nafnalisti skal fylgja umsókn

Að verkefni loknu skal fylla út og skila til skrifstofu sjóðsins uppgjöri vegna ferðarinnar, en það á að innihalda lista yfir þátttakendur, félagsaðild þeirra og afrit af greiddum reikningum.

*Reglur þessar voru samþykktar á fundi stjórnar Sveitamenntar þann 27. nóvember 2006. Þær geta tekið breytingum samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni.  
*Reglur vegna styrkja til náms- og kynnisferða voru samþykktar á fundi stjórnar Sveitamenntar 13. desember 2011 og tóku gildi f.o.m. 1. janúar 2012.  
*Reglum um styrki til náms-og kynnisferðasíðast breytt 1. september 2013.
*Viðbót við reglu samþykkt 21. október 2014

*Nám/námskeið erlendis;

Ef sveitarfélag eða stofnun á þess vegum óskar eftir að senda starfsmann/menn til að sækja nám/námskeið erlendis sem ekki stendur til boða innanlands,  getur það sótt um 75 % af kostnaði ferðarinnar og 100% vegna kostnaðar við námskeið. Styrkur  getur þó ekki orðið hærri en 130.000.- vegna hvers starfsmanns.  Ef sambærilegt námskeið er í boði innanlands er ferðakostnaður undanskilinn heildarkostnaði og því ekki styrktur. ATH! Námskeiðsgögn/bækur er ekki styrkt sérstaklega. (síðast breytt í febrúar 2018)

*Reglur um styrki vegna náms/námskeiða erlendis tók gildi f.o.m. 1. september 2013.
*Reglur um styrki vegna náms- og kynnisferða breytt 13. júní 2017. Hámarksupphæð lækkuð í 130.000.- og tekur gildi f.o.m. 1. september 2017.