Ríkismennt SGS er þróunar-og símenntunarsjóður starfsmanna ríkisins á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands (SGS). Sjóðurinn tók formlega til starfa 1. júní 2005.
Markmið sjóðsins er annars vegar að efla símenntun starfsmanna og hins vegar að auka möguleika stofnana á að þróa starfsvið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til stofnana á hverjum tíma.

Hlutverk
Sjóðurinn skiptist í tvær deildir og sinnir hlutverki sínu með eftirfarandi hætti:

Þróunar-og stofnanadeild
Veitir styrki til fræðsluverkefna hjá þeim stofnunum og vinnuveitendum sem í sjóðinn greiða
Veitir styrki til fræðsluverkefna hjá þeim stéttarfélögum sem að sjóðnum standa
Fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur

Starfs-og símenntunardeild
Veitir styrki til einstaklinga, félagsmanna aðildarfélaganna, til þess að þeir geti átt kost á að sækja nám/námskeið með vinnu án verulegs kostnaðar

Hvernig er sótt um styrk?
Einstaklingar sækja um styrk á þar til gerðum eyðublöðum hjá viðkomandi stéttarfélagi sem sér um afgreiðslu í umboði Ríkismenntar.
Stéttarfélög, stofnanir og aðrir vinnuveitendur sækja um styrk til stjórnar með því að senda bréf þar sem fram koma helstu upplýsingar vegna viðkomandi fræðsluverkefna.

Ríkismennt býður upp á verkefnið „Fræðslustjóri að láni“
Ríkisstofnanir geta gert samning við Ríkismennt og fleiri fræðslusjóði um fræðslustjóra að láni í ákveðinn tíma til þess að greina fræðsluþarfir og í kjölfarið gert fræðsluáætlun sem hentar. Sjá nánar á https://attin.is/fraedslustjori-ad-lani/

Samstarfssamningur Ríkismenntar og Fræðslusetursins Starfsmenntar
Félagsmenn í aðildarfélögum innan SGS geta sótt námskeið sem Fræðslusetrið Starfsmennt heldur vítt og breitt um landið. Ríkismennt mun skv. samningnum greiða fyrir þátttöku þeirra almennu starfsmanna ríkisstofnana sem heyra undir sjóðinn.