Staða styrkja í júní 2022

Fræðslusjóðir Landsmennt

Það er ánægjuefni að styrkveitingar fræðslusjóðanna hafa aukist jafnt og þétt það sem af er árinu. Umsóknir hjá Landsmennt og Sjómennt eru nánast á pari við fjöldann í fyrra en smá fækkun hefur verið hjá Sveitamennt og Ríkismennt en fjöldi umsókna eru samt á uppleið. Nokkur fyrirtæki hafa fengið styrk vegna uppsetningar á rafrænu námsumhverfi/netskóla fyrir sína starfsmenn skv. nýrri reglu fræðslusjóðanna sem var samþykkt í desember sl. Fræðslustjóri að láni verkefni hafa farið vel af stað í byrjun árs og þau fyrirtæki og sveitarfélög sem eru með tilbúna fræðsluáætlun fylgja henni vel eftir.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir greidda styrki það sem af er ári.  Við viljum vekja athygli á að 90% styrkhlutfall var framlengt til 30. september, sjá frétt hér: https://landsmennt.is/landsmennt/styrkhlutfallid-framlengt-til-30-september/

Landsmennt;

  • Greiddir styrkir til 1350 einstaklinga að upphæð kr. 96.261.855,-
  • Styrkir til fyrirtækja, stéttarfélaga og annara verkefna að upphæð kr. 33.343.292,- og þar á bak við eru allt að 1977 einstaklingar og  fjöldi verkefna 146.

Sveitamennt;

  • Greiddir styrkir til 430 einstaklinga að upphæð kr. 26.164.507,-
  • Styrkir til Sveitarfélaga, stéttarfélaga og annara verkefna að upphæð kr. 6.896.862,- og þar á bak við eru allt að 161 einstaklingar og fjöldi verkefna 42.

Ríkismennt;

  • Greiddir styrkir til 103 einstaklinga að upphæð kr. 4.361.302,-
  • Styrkir til stofnana, fræðsluaðila og annara fræðsluverkefna að upphæð kr. 5.228.720,- og þar á bak við eru allt að 29 einstaklingar og fjöldi verkefna 8.

Sjómennt;

  • Greiddir styrkir til 43 einstaklinga að upphæð kr. 4.675.291,-
  • styrkir til fyrirtækja og annara fræðsluverkefna að upphæð 1.484.946,- og þar á bak við eru allt að 76 einstaklingar fjöldi verkefna 5.

myndin með fréttinni er fengin hér:

Deildu þessari frétt