Handbókinn Sprelllifandi fjarkennsla

Fræðslusjóðir Landsmennt

Í lok árs 2020 kom út handbókin Sprelllifandi fjarkennsla. Handbókin er ætluð öllum þeim sem sinna fræðslu og þjálfun af einhverjum toga á netinu. Margrét Reynisdóttir ráðgjafi og eigandi Gerum betur ehf. er höfundur bókarinnar.

Útgáfa bókarinnar er styrkt af þróunarsjóði Fræðslusjóðs auk þess sem sjóðirnir Landsmennt, Sveitamennt, Ríkismennt og Sjómennt veittu nýsköpunar- og þróunarstyrki til verkefnisins.

Hægt er að nálgast bókina ókeypis á rafrænu formi á vefsíðu Gerum betur ehf., https://gerumbetur.is/product/sprelllifandi-fjarkennsla/

Með þessari handbók er lögð áhersla á virka þátttöku í námskeiðum og hverskonar fræðslu í gegnum netið, og þátttakendur því ekki bara að hlusta og horfa. Markmiðið er lifandi þátttaka á námskeiðum og kennslan miðar að því að efla mikilvæga þætti í persónulegri færni sem nýtast m.a. í samskiptum við viðskiptavini. Unnið er með lausnir vandamála,  greiningarhæfni og  skapandi nálgun. Þetta er færni sem stuðlar að því að þátttakendur verða betri og faglegri og þar með hæfari til að standast breytingar í fjórðu iðnbyltingunni.

Deildu þessari frétt