Greiddir styrkir fræðslusjóðanna 2020 og Covid-19 fræðsluátak

Fræðslusjóðir Landsmennt

Einstaklingar hafa verið duglegir að sækja námskeið á árinu og í ljósi aðstæðna hafa það eðlilega verið fjarnámskeið í flestum tilvikum. Það eru aðalega starfstengd námskeið sem fólk hefur verið að sækja til ýmissa fræðsluaðila sem sumir hafa að auki gert samninga við sjóðina vegna Covid-19 fræðsluátaks. Samtals eru greidd verkefni vegna Covid-19 fræðsluátaks, sem hófst í lok apríl 2020, …

Menntadagur atvinnulífsins 2021

Fræðslusjóðir Landsmennt

Menntadagur atvinnulífsins fór fram í opnu sjónvarpi atvinnulífsins í morgun. Menntadagurinn er árlegur viðburður en að þessu sinni var fjallað um sköpun í íslensku atvinnulífi og menntakerfi út frá fjölmörgum sjónarhornum. Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt fyrirtækjum sem skara fram út í fræðslu-og menntamálum. Íslandshótel er Menntafyrirtæki ársins og Domino‘s hlaut Menntasprota ársins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Lilja D. …

Opið fyrir skráningu hjá NTV skólanum á frí námskeið

Fræðslusjóðir Landsmennt

Félagsmönnum aðildarfélaga Landsmenntar, Sveitamenntar, Ríkismenntar og Sjómenntar bjóðast þessi námskeið sér að kostnaðarlausu. Einstaklingar skrá sig hjá NTV skólanum og mun skólinn senda reikninga beint á skrifstofu fræðslusjóðanna Opnað hefur verið fyrir skráningar á námskeiðin á slóðinni: http://www.ntv.is/is/namskeid/nam-i-bodi-stettarfelags Námskeiðin sem um ræðir eru: Bókhald Grunnur – 8 vikur (120 kes.) Digital marketing – 7 vikur (112 kes.) Frá hugmynd að …

Handbókinn Sprelllifandi fjarkennsla

Fræðslusjóðir Landsmennt

Í lok árs 2020 kom út handbókin Sprelllifandi fjarkennsla. Handbókin er ætluð öllum þeim sem sinna fræðslu og þjálfun af einhverjum toga á netinu. Margrét Reynisdóttir ráðgjafi og eigandi Gerum betur ehf. er höfundur bókarinnar. Útgáfa bókarinnar er styrkt af þróunarsjóði Fræðslusjóðs auk þess sem sjóðirnir Landsmennt, Sveitamennt, Ríkismennt og Sjómennt veittu nýsköpunar- og þróunarstyrki til verkefnisins. Hægt er að …

NTV – frí námskeið byrja í febrúar

Fræðslusjóðir Landsmennt

Þar sem allir samningar við fræðsluaðila hafa verið framlengdir til 1. apríl þá viljum við vekja athygli á þessum flottu námskeiðum sem hefjast í byrjun febrúar hjá NTV skólanum. Félagsmönnum aðildarfélaga Landsmenntar, Sveitamenntar, Ríkismenntar og Sjómenntar bjóðast þessi námskeið sér að kostnaðarlausu. Öll námskeiðin (námsefni, verkefnavinna, verkefnaskil og samskipti) eru inni á nemendaumhverfi NTV skólans í gegnum nettengingu. Stefnt er …

Opnunartími skrifstofu yfir hátíðarnar

Fræðslusjóðir Landsmennt

Skrifstofa fræðslusjóðanna verður lokuð dagana á milli jóla og nýárs. Síðustu greiðslur styrkja verða framkvæmdar 29. desember nk.   Minnum á að hægt er að senda tölvupóst á netföng sjóðanna og svarað verður eins fljótt og hægt er;  landsmennt@landsmennt.is, sveitamennt@sveitamennt.is, rikismennt@rikismennt.is, sjomennt@sjomennt.is  

SÍMEY – frí námskeið á vorönn 2021

Fræðslusjóðir Landsmennt

Félagsmönnum aðildarfélaga Landsmenntar, Sveitamenntar, Ríkismenntar og Sjómenntar bjóðast þessi námskeið sér að kostnaðarlausu. Viljum vekja athygli á fjölmörgum námskeiðum á vorönn 2021 hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (SÍMEY). Hérna má sjá framboðið á námskeiðum á vefsíðu skólans: https://www.simey.is/is/namskeid/namskeid-i-bodi Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá SÍMEY eða þínu stéttarfélagi og einnig hægt að leita upplýsinga hjá Huldu eða Kristínu á skrifstofu fræðslusjóðanna …

Farskólinn – frí námskeið á vorönn 2021

Fræðslusjóðir Landsmennt

Félagsmönnum aðildarfélaga Landsmenntar, Sveitamenntar, Ríkismenntar og Sjómenntar bjóðast þessi námskeið sér að kostnaðarlausu. Viljum vekja athygli á fjölmörgum námskeiðum á vorönn 2021 hjá Farskólanum- miðstöð símenntunar á Norðurlandi. Hérna má sjá framboðið á námskeiðum á vefsíðu Farskólans: https://farskolinn.is/namskeid/ Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Farskólanum eða þínu stéttarfélagi og einnig hægt að leita upplýsinga hjá Huldu eða Kristínu á …

Frí ársáskrift hjá Tækninám.is / yfir 30 námskeið!

Fræðslusjóðir Landsmennt

Félagsmönnum aðildarfélaga Landsmenntar, Sveitamenntar, Ríkismenntar og Sjómenntar býðst frír aðgangur að Tækninám.is. Hvort sem þú ert byrjandi að taka þín fyrstu skref, eða lengra kominn og vilt uppfæra þekkingu þína, þá hefur þú alltaf beint aðgengi að kennurum námskeiða í gegnum fræðslugátt Tækninám.is á netinu. Við vitum að í amstri dagsins verður sífellt erfiðara að tileinka sér nýjungar og tækni. …

Fræðsluátaki framlengt til 1. apríl 2021

Fræðslusjóðir Landsmennt

Átakið tók gildi 15.mars og var með gildistíma til 31. desember 2020.  Nú hefur verið ákveðið að framlengja átakið til 1. apríl 2021 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru eða hefjast innan þessa sama tímaramma.   Nánari útfærsla á átaksverkefninu er hægt að sjá hér: https://landsmennt.is/fraedsluatak-vegna-covid-19/     Nánari upplýsingar veita Kristín Njálsdóttir, kristin@landsmennt.is og Hulda Björg Jóhannesdóttir, hulda@landsmennt.is …